Döpur án D-vítamíns

 

Um ţessar mundir skríđur skammdegiđ yfir landiđ. Á morgnana ţegar vekjaraklukkan segir ađ ţađ sé tími til ađ vakna smýgur myrkriđ inn í sálu mína og hvíslar ađ enn sé nótt. Síđar sama dag lćđir ţađ sér aftur inn ađ vitum mínum, allt of snemma, međ ţeim skilabođum ađ ţađ sé kominn háttatími. Jafnvel ţótt heita eigi miđaftann. Já sum okkar eiga ţađ til ađ detta í drunga og dćsa í svartamyrkri á međan ađrir gera sér góđar stundir viđ kertaljós og kósíheit.  

Ţrátt fyrir ađ verma ţriđja sćti hamingjusömustu ţjóđa heims hćttir okkur sem höfum ađsetur hér á norđurhjara veraldar viđ skammdegisţunglyndi - sérstaklega kvenkyniđ sem nálgast tíđahvörf. Estrógensveiflur eru taldar trufla jafnvćgi serótóníns - stöffiđ sem lćtur okkur sjá heiminn í bjartara ljósi. Tilhneiging til skammdegisţunglyndis er einstaklingsbundin, en skortur á D-vítamíni getur átt ţátt í depurđ og ţunglyndi, og jafnvel fćđingarţunglyndi.

D-vítamín er fyrir margar sakir áhugavert. Ţađ er í raun mikilvćgt hormón fyrir margskonar líkamsstarfsemi, en svefntruflanir, sýkingar, slen og beinverkir geta allt veriđ merki um D-vítamínskort. 

Skráargöt D-vítamíns

Til ađ hormón geri gagn ţurfa líffćrin sem ţau virka á ađ hafa viđtaka, sem eru einskonar skráargöt ef viđ gefum okkur ađ hormón séu lykill. Heilinn hefur talsvert af ţessum skrárgötum fyrir D-vítamín, sérstaklega á svćđum sem tengjast andlegri líđan, ţađ er í svartfyllu (e. substantia nigra) ţar sem ánćgjuhormóniđ dópamín er framleitt og undirstúku (e. hypothalamus) sem er ađalstjórnstöđ ósjálfráđa taugakerfisins sem tekur m.a. ţátt í streitustjórnun. Síđan er taugaţjálni (e. neuroplasticity) međ  endurnýjun taugafruma og styrking taugabrauta taliđ vera undir áhrifum D-vítamíns. Auk ţessa er D-vítamín nauđsynlegt fyrir ensímiđ sem framleiđir hamingjuhormóniđ serótónín, en til ađ framleiđa ţetta hormón ţurfum viđ líka amínósýruna tryptófan (t.d. í laxi, alifugli, kjöti, edamame baunum, soja og mjólk) og B-6 vítamín (t.d. í kjúklingabaunum, nautalifur, lax og túnfiski)

Húđ og heili af sama meiđi

Í móđurkviđi ţróast taugkerfiđ og húđin út frá sama fósturlagi, en D-vítamín er einnig afar mikilvćgt fyrir húđina. Sýnt hefur veriđ ađ D-vítamín er mikilvćgt fyrir heilbrigđan varnarvegg húđarinnar sem tryggir m.a. góđan raka í húđinni og minnkar líkur á ofnćmi og ertingu. Síđan styđur ţađ viđ hárvöxt ásamt ţví ađ styrkja ónćmiskerfiđ og hjálpa til viđ gróanda. Eins er mikilvćgt ađ tryggja ađ D-vítamín sé innan eđlilegra marka í ýmsum húđsjúkdómum, allt frá bólum til sortućxlis. Svo er D-vítamín nauđsynlegt fyrir meltingarveginn og getur skortur valdiđ lekum ţörmum, sem aftur eykur líkur á sjálfsónćmissjúkdómum og fćđuóţoli. 

Ađ fá nóg D-vítamín

Engum kemur líklega á óvart ađ hér á landi er D-vítamínskortur ćđi algengur, bćđi međal fullorđinna og barna, en könnun fyrir nokkrum árum sýndi ađ meirihluti barna náđi ekki viđmiđunargildum. 

Hvernig tryggjum viđ góđan D-vítamínbúskap? Flestir ţurfa um 600 IU á dag, börn ađeins minna og eldri borgarar ađeins meira, en ţessar leiđbeiningar miđast viđ eđlileg gildi. Mćlt er međ hćrri skammti sé skortur til stađar. Ekki getum viđ treyst á sólina ţví hér á landi höfum viđ einungis ţrjá mánuđi yfir hásumar til ađ kveikja á D-vítamínframleiđslu í húđinni. Og eftir sem viđ eldumst verđur húđin lélegri í ađ nýta UVB-geisla til ađ mynda D-vítamín. Flest ţurfum viđ ţví ađ fá okkar D-vítamínskammt úr fćđunni. Feitur fiskur (t.d. silungur, sardínur og makríll) og ţorskalýsi innihalda góđan skammt af D-vítamíni. Um 50g af silungi inniheldur um 380 IU og ein matskeiđ af ţorskalýsi um 1.360 IU, en eitt 50g egg ađeins um 40 IU. Ef fyrrgreindar fćđutegundir eru sjaldan borđađar er mćlt međ ađ taka inn bćtiefni ađ stađaldri. 

Huga ţarf ţó ađ heildinni ţví D-vítamín er enginn einyrki. Ţađ ţarf til dćmis magnesíum til ađ rćsa sig. K2-vítamín er einnig á hliđarlínunni ţví ţađ opnar m.a. dyrnar fyrir kalsíum inn í beinin og kemur međ ţví í veg fyrir ađ mjúkvefjir kalki, en D-vítamín eykur upptöku kalks um ţarmana. 

Hćgt er ađ rćđa viđ heimilislćkni upp á ađ kanna eigin D-vítamín gildi eđa gera sjálfur heimapróf, ef grunur vaknar um skort. 

Dagljósalampar til ađ halda dampi

Auk ţess ađ fylla á D-vítamín dunkinn hafa dagljósalampar reynst hjálplegir til ađ stemma stigu gegn skammdeginu. Ţá er hćgt ađ fjárfesta í vekjaraljósi og/eđa dagljósalampa á skrifborđiđ. Síđan kostar ekkert ađ fá sér göngutúr í hádeginu ţegar sól er hćst á lofti, en bjarta ljósiđ frá sólinni er taliđ örva framleiđslu serótóníns sem breytist í melatónín um nóttina og styđur ţannig viđ ljúfan svefn. 

Vissulega er rót depurđar stundum dýpri en D-vítamínskortur, en ţađ er aldrei ađ vita nema smá D-vítamín geti fengiđ okkur til ađ dansa í gegnum myrkriđ međ fullan tank af gleđihormónum og heilbrigđari húđ.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband